Ungir innflytjendur heimsækja Alþingi

17. feb. 2005

Krakkarnir í starfi með ungum innflytjendum heimsóttu í gær, ásamt sjálfboðaliðum í verkefninu, Alþingi. Tekið var á móti hópnum og hann leiddur um húsið og fræddur um starfshætti Alþingis. Krakkarnir fræddust um fjölda þingmanna, fjölda ráðherra, upphaf Alþingis og fleira skemmtilegt. Auk þess fengu þau að sitja á pöllunum og fylgjast með þingumræðum um hvort hækka ætti hámarkshraða á Reykjanesbraut.

Eftir ánægjulega heimsókn lá leiðin á Kaffi París þar sem krökkunum var boðið upp á heitt kakó. Þar sátu þau, drukku ljúffengt kakó og spjölluðu saman um það sem fyrir augum bar á Alþingi.