Sjálfboðaliðar fjölmenntu í Borgarleikhúsið

21. feb. 2005

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sáu um helgina leikritið Segðu mér allt í Borgarleikhúsinu. Borgarleikhúsið gaf deildinni fríðmiða á sýninguna og nýttu um 25 sjálfboðaliðar sér þetta kostaboð. Deildin færir Borgarleikhúsinu bestu þakkir fyrir miðana. 

Segðu mér allt fjallar um unga stúlku sem bundin er við hjólastól en hefur þó meiri fótfestu í lífinu en foreldrar hennar. Hún á sér draumaveröld en hún flýr á náðir hennar þegar foreldrar hennar ætlast til of mikils af henni. Leikarar eru Álfrún Örnólfsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Marta Nordal, Ellert A. Ingimundarson og Þór Tulinius.