Fatamarkaður 7. maí

2. maí 2005

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur fatamarkað laugardaginn 7. maí kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Allur ágóði rennur til styrktar börnum í neyð vegna alnæmisvandans í Malaví. Fatamarkaðurinn er haldinn í tilefni alþjóðadags Rauða krossins 8. maí og 50 ára afmælis Kópavogsbæjar. Seld verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og börn.

Verð 300 kr./500 kr.

Kaffi á könnunni.

 

Fjöldi barna í Malaví hefur smitast af alnæmi, misst foreldra sína úr sjúkdómnum eða hvort tveggja. Rauði krossinn hlúir að þessum börnum og heldur jafnframt uppi öflugu forvarna- og fræðslustarfi.