Líf og fjör á sumarnámskeiði

19. ágú. 2005

Krakkarnir fyrir framan sjúkabílinn sem þau fengu að skoða.
Hópur fjörugra krakka sótti í sumar námskeiðið Mannúð og menning á vegum Kópavogs-deildar. Krakkarnir fóru í margskonar leiki og fræddust um hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Fjallað var um mismunandi menningar-heima og líf fólks í fjarlægum löndum. Hópurinn var fjölþjóðlegur því meðal þátttakenda voru krakkar frá Albaníu og Tælandi auk Íslands. Einn dagur var tekinn í fræðslu um umhverfið og annar í að læra undirstöðuatriði í skyndi-hjálp en þá fengu krakkarnir að skoða og prófa búnað sjúkrabíls. Námskeiðið endaði á uppskeru-hátíð í Viðey þar sem slegið var upp grillveislu.

Námskeiðið Mannúð og menning er vikulangt námskeið fyrir börn á aldrinum 9-11 ára. Í sumar buðu nokkrar deildir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu upp á námskeiðið. Rauði kross Íslands bauð auk þess upp á sumarbúðir í Þórsmörk fyrir 12-14 ára í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og Ferðafélag Íslands. Þar lærðu þátttakendur að umgangast náttúruna og taka þátt í umhverfisvinnu. Sumarbúðir fyrir fatlaða voru haldnar á Löngumýri í Skagafirði og Stykkishólmi. Rauða kross deildir á Norðurlandi og höfuðborgarsvæðinu ráku búðirnar.