Við þurfum fleiri sjálfboðaliða!

9. sep. 2005

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna margvíslegum mannúðarverkefnum deildarinnar.
Kynningarfundur fyrir nýja sjálfboðaliða verður haldinn í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 fimmtudaginn 15. september kl. 20.
Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum, fólki á öllum aldri.


• Heimsóknavinir
• Aðstoð við geðfatlaða í Dvöl
• Föt sem framlag
• Starf með ungum innflytjendum
• Neyðarvarnir
• Ökuvinir
• Fataflokkun og afgreiðsla í L-12
• Fjölsmiðjan


Nánari upplýsingar:
Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11, opin virka daga kl. 11-15
Sími 554 6626  
[email protected]
www.redcross.is/kopavogur