Sjálfboðaliðar fræðast um áfallastreitu

7. okt. 2005

Sjálfboðaliðarnir hlýddu áhugasamir á erindi Guðbjargar.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar hittust í hópefli þriðjudaginn 4. október og hlýddu á erindi Guðbjargar Sveinsdóttur, geðhjúkrunarfræðings. Guðbjörg fjallaði um áföll og afleiðingar þeirra. Hún tók sérstaklega fyrir áfallastreitu (post dramatic stress disorder).

Guðbjörg sagði einnig frá för sinni til Palestínu fyrr á árinu þar sem hún lagði mat á verkefni danska Rauða krossins sem felur í sér sálrænan stuðning við börn sem búa við stríðsátök.

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar hittast mánaðarlega í hópefli í sjálfboðamiðstöðinni. Á dagskrá eru oftast erindi um efni sem tengjast verkefnum sjálfboðaliða. Hópeflin nýtast ekki síður sem vettvangur fyrir sjálfboðaliða deildarinnar til að hittast og spjalla saman.