Heimsóknavinir óskast!

14. okt. 2005

Kópavogsdeild Rauða krossins óskar eftir sjálfboðaliðum til að sinna heimsóknaþjónustu. Heimsóknavinir rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir.

Undirbúningsnámskeið verður haldið 24. október kl. 18-21 í húsakynnum Reykjavíkurdeildar að Laugavegi 120. Áhugasamir hafi samband í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is Dagskrá námskeiðsins sést hér fyrir neðan.

Heimsóknavinir Kópavogsdeildar hafa um árabil heimsótt aldraða í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra, sem Kópavogsdeild átti mikinn þátt í að byggja upp. Þeir lesa fyrir heimilisfólk, spjalla við það og skipuleggja margvíslegt félagsstarf. Heimsóknavinir fara einnig reglulega í sambýli aldraðra í Gullsmára og Skjólbraut. Auk þess heimsækja sjálfboðaliðar okkar fólk í heimahúsum, veita því félagsskap og aðstoða við ýmis viðfangsefni hversdagsins; aðstoða við innkaup, fara í göngu- og ökuferðir, svo eitthvað sé nefnt.

Dagskrá námskeiðs:
18.00 - 18.10  Námskeið kynnt, gögn afhent og kynning þátttakenda 
                      Linda Ósk Sigurðardóttir,verkefnisstjóri Rauða kross Íslands

18.10 - 18.30   Rauði krossinn: saga, markmið og starf.                       
                       Jón Brynjar Birgisson, svæðisfulltrúi Rauða krossins á höfuðborgarsvæði        

18.30 - 18.45   Hvað er að vera sjálfboðaliði ?   
                       Sjálfboðaliði segir frá reynslu sinni sem heimsóknarvinur 

18.45 - 19.00    Verkefni deilda 
                       Jón Brynjar Birgisson, svæðisfulltrúi Rauða krossins á höfuðborgarsvæði

19.00 - 19.15   Léttar veitingar í boði deilda

19.15 - 20.00   Heimsóknaþjónusta 
                       Linda Ósk Sigurðardóttir,verkefnisstjóri Rauða kross Íslands 

20.00 - 20.45  Hópavinna, klípusögur og umræður 
                      Linda Ósk Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Rauða kross Íslands

Fyrirspurnir og umræða – dagskrárlok kl. 21.00