Héldu tombólu í Salahverfi

28. okt. 2005

Laufey Jörgensdóttir og Karitas Marý Bjarnadóttir.

Þær Karitas Marý Bjarnadóttir og Laufey Jörgensdóttir færðu í dag Kópavogsdeild Rauða krossins 2.267 kr. sem þær söfnuðu með því að halda tombólu fyrir utan Nettó í Salahverfi. Upphæðin mun renna í hjálparsjóð til styrktar börnum í neyð erlendis.

Stelpurnar sögðust hafa selt fullt af dóti og eiga enn nóg í aðra tombólu sem þær stefna á að halda þegar hlýnar aftur í veðri.

Í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar, Hamraborg 11, er tekið vel á móti þeim sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni. Opið er virka daga kl. 11-15.