Sjálfboðaliðar skemmtu sér á Kabarett

31. okt. 2005

Leikhópurinn Á senunni bauð sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar á söngleikinn Kabarett á föstudaginn. Áhorfendur skemmtu sér konunglega enda kraftmikil sýning með úrvals listamönnum. Verkið er sýnt í Íslensku Óperunni og eru fáar sýningar eftir. Kópavogsdeild þakkar kærlega fyrir boðið og hvetur áhugasama til að skella sér á söngleikinn á meðan færi gefst. Upplýsingar um sýninguna fást á vefsíðunni:  www.kabarett.is

Kabarett er byggður á Berlínarsögum Christopher Isherwood frá 1935 en flestir kannast við verkið vegna kvikmyndarinnar sem gerði Lizu Minelli, Joel Grey og Michael York að stórstjörnum. Verkið er fullt af tónlist sem allir þekkja, s.s. lögin  Willkommen, Cabaret og Money Makes the World Go Around. Í aðalhlutverkum eru Þórunn Lárusdóttir, Magnús Jónsson og Felix Bergsson. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir og tónlistarstjóri er Karl Olgeirsson.