Ný stefna Kópavogsdeildar samþykkt

2. nóv. 2005

Á stjórnarfundi Kópavogsdeildar í gær var samþykkt stefna og verkefnaáætlun deildarinnar 2006-2010. Stefnan byggir á eldri stefnu sem hefur verið í gildi frá árinu 2003 og var sett saman í kjölfar ítarlegrar greiningar á þörfum íbúa í Kópavogi. Eldri stefnan var tekin til endurskoðunar nú á haustdögum í stefnumótun sem fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar auk starfsfólks tók þátt í. Nýju stefnuna má nálgast hér til hliðar og hér.

Hin nýja stefna deildarinnar tekur jafnframt mið af stefnu Rauða kross Íslands til 2010 sem ber heitið Frá orðum til athafna. Öllum þeim sem tóku þátt í stefnumótun deildarinnar eru færðar bestu þakkir fyrir.