Sigrún kveður sem sjálfboðaliði og framkvæmdastjóri

15. nóv. 2005

Sigrún Árnadóttir tekur við blómvendi úr hendi Garðars Guðjónssonar formanns Kópavogsdeildar.
Sigrún Árnadóttir lét af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands í byrjun nóvember. Í kveðjuhófi sem samstarfsmenn Sigrúnar héldu henni þakkaði Garðar Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, Sigrúnu um leið fyrir störf hennar sem sjálfboðaliði Kópavogsdeildar.

Sigrún hefur á undanförnum misserum sinnt af alúð heimsóknum til vistmanna á sambýli fyrir aldraða í Gullsmára. Sökum búferlaflutninga Sigrúnar út fyrir landsteinana mun hún hætta að sinni sjálfboðastörfum fyrir Kópavogsdeild en snýr vonandi aftur að einhverjum tíma liðnum.