Sjálfboðaliðar fjölmenntu á Woyzeck

15. nóv. 2005

Fjölmargir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sáu sýninguna Woyzeck í síðustu viku í boði leikhópsins Vesturports. Sýningin er sýnd á fjölum Borgarleikhússins þessa dagana við góðar undirtektir. Fyrir utan frábæran leik og óvenjulega sviðsmynd vekur sýningin ekki síst athygli fyrir tónlistina sem Nick Cave samdi sérstaklega fyrir sýninguna. Áhugasamir eru hiklaust hvattir til að skella sér á Woyzeck á meðan færi gefst.

Kópavogsdeild þakkar Vesturporti kærlega fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.

Woyzeck er óklárað verk hins látna Georgs Büchners og fjallar um Woyzeck sem er undirgefinn þræll yfirmanns síns, tilraunadýr læknis og kokkálaður ástmaður. Woyzeck er sannkölluð andhetja. Nánari upplýsingar um verkið er hægt að nálgast hér.