Samstarf um aðstoð við fjölskyldur í Kópavogi
Í desember munu sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar aðstoða Mæðrastyrksnefnd við úthlutanir á matarstyrkjum og fatnaði til Kópavogsbúa. Mæðrastyrksnefnd sér um að úthluta fatnaði til þeirra sem þurfa á þriðjudögum kl. 16-18 í Fannborg 5. Rauði kross Íslands úthlutar fatnaði á miðvikudögum kl. 9-14 í fataflokkunarstöðinni að Gjótuhrauni 7 í Hafnarfirði.
Kópavogsdeild hvetur fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga til að leggja Mæðrastyrksnefnd Kópavogs lið í aðstoðinni við Kópavogsbúa fyrir jólin.
- Eldra
- Nýrra