Flöskusöfnun stúlkna í Smárahverfi

22. nóv. 2005

Eygló Dögg, Sólveig Huld og Arndís Lea. Á myndina vantar Sigrúnu Sunnu.

Fjórar vinkonur söfnuðu alls 3.500 kr. fyrir Rauða krossinn með því að afhenda ágóðann af flöskum og dósum sem þær höfðu safnað meðal íbúa í Smárahverfi. Þetta voru þær Eygló Dögg Ólafsdóttir, Sólveig Huld Sveinsdóttir, Arndís Lea Ásbjörnsdóttir og Sigrún Sunna Guðmundsdóttir.

Stúlkurnar höfðu búið til lag um sólina, tunglið og norðurljósin sem þær sungu fyrir fólkið í hverfinu og einnig þegar þær komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins.

Í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar, Hamraborg 11, er tekið vel á móti þeim sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni. Fjársöfnun ungmenna rennur til styrktar börnum í neyð í gegnum verkefni Rauða krossins erlendis.