Áhugasamir strákar söfnuðu fyrir Rauða krossinn

28. nóv. 2005

Breki, Jón Veigar, Jón Ingi og Elmar Tryggvi.
Fjórir vinir og bekkjarfélagar úr Kópavogsskóla héldu tombólu fyrir utan verslunina Nóatún í Hamraborg og söfnuðu alls 4.850 kr. fyrir Rauða kross Íslands. Þetta voru þeir Breki Barkarson, Elmar Tryggvi Hansen, Jón Ingi Þorgeirsson og Jón Veigar Kristjánsson.

Strákarnir voru áhugasamir um Rauða krossinn og komu aftur í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar til að taka þátt í starfi með ungum innflytjendum sem fer fram á miðvikudögum kl. 14-15.30.

Í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar, Hamraborg 11, er tekið vel á móti þeim sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni. Fjársöfnun ungmenna rennur til styrktar börnum í neyð í gegnum verkefni Rauða krossins erlendis.