Nemendur Fjölsmiðjunnar fræddir um skyndihjálp

28. nóv. 2005

Nemendurnir spreyttu sig á notkun sárabinda.
Nemendur Fjölsmiðjunnar sóttu nýverið námskeið í skyndihjálp í boði Kópavogsdeildar Rauða krossins. Á námskeiðinu lærðu nemendurnir grunnfærni í að beita skyndihjálp, endurlífgun og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. Nemendurnir öðluðustu auk þess færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka. Á námskeiðinu voru flestir að fræðast um skyndihjálp í fyrsta sinn og öðlast þekkingu sem eykur öryggi þeirra og annarra í starfi sem og daglegu lífi.Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, leiðbeinandi, sýndi réttu aðferðirnar við endurlífgun.
Fjölsmiðjan, sem staðsett er í Kópavogi, er mennta- og verkþjálfunarsetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára sem ekki hefur náð að fóta sig í námi eða á vinnumarkaði. Markmiðið er að styðja nemana til þess að komast á ný til náms eða í vinnu og hefur árangurinn verið mjög góður. Rauði kross Íslands átti frumkvæði að því að Fjölsmiðjan var stofnuð vorið 2001 og deildir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa síðan stutt dyggilega við uppbyggingu og rekstur hennar.