Gakktu í bæinn fimmtudagskvöldið 31. maí frá kl. 18-22

30. maí 2012

Dagana 31. maí - 3. júní stendur yfir lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar í Hafnarfirði. Þetta er í tíunda sinn sem Hafnarfjarðarbær efnir til hátíðarinnar á þessum bjartasta tíma ársins. Rauðakrossbúðin á Strandgötu 24 verður opin til kl. 22 fimmtudagskvöldið 31. maí.

Hinn árlegi viðburður hátíðarinnar Gakktu í bæinn verður fimmtudaginn 31. maí, en þá bjóða listamenn heim, menningarstofnanir iða af dagskrá, verslanir og veitingahús í miðbænum verða með lengri opnunartíma.

Gakktu í bæinn í Rauðakrossbúðina á Strandgötu 24 og gerðu góð kaup á Björtum dögum fimmtudagskvöldið 31. maí til kl. 22.