Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar

5. jún. 2012

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar verður haldin 9. júní kl. 12-14 í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43.

Vorgleðin er uppskeruhátíð sjálfboðaliða Kópavogsdeildar og ætlum við að fagna góðum starfsvetri og gleðjast saman í upphafi sumars. Það verður margt til gamans gert eins og lifandi tónlist, töframaður og grillaðar pylsur. Afþreying verður fyrir börnin og andlitsmálun. 

Öll fjölskyldan er velkomin, foreldrar, börn, barnabörn og barnabarnabörn! Vinsamlega tilkynntu þátttöku í síma 554 6626 eða [email protected] fyrir 5. júní.

Vonandi sjáumst við sem flest!