Velheppnaðir styrktartónleikar

3. jan. 2006

Góð stemmning og ágæt aðsókn var á tónleikum til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan sem haldnir voru í Austurbæ 29. desember. Allur ágóði af tónleikunum rennur í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum. Heildarupphæðin sem safnaðist liggur ekki enn fyrir en skýrist á næstu dögum. 

Tónleikarnir voru haldnir að frumkvæði Anítu Ólafar Jónsdóttur, nemanda í MK, og voru í samstarfi við Kópavogsdeild Rauða krossins.