Sjálfboðaliðar óskast!

4. jan. 2006

Starf með ungum innflytjendum er meðal verkefna sjálfboðaliða Kópavogsdeildar.

Kópavogsdeild óskar eftir fleiri sjálfboðaliðum í margvísleg mannúðarverkefni deildarinnar. Verkefnin eru fjölbreytt og því ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, sjá nánari lýsingar neðar.

Áhugasamir hafi samband í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is

Hópur sjálfboðaliða heimsækir einstaklinga sem eru einmana eða félagslega einangraðir. Aðrir sjálfboðaliðar starfa með geðfötluðum í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, en þeir sjá alfarið um að halda athvarfinu opnu á laugardögum. Í rúmt ár hefur svo hópur sjálfboðaliða starfað með ungum innflytjendum í Kópavogi sem eru að aðlagast lífinu á Íslandi. Þá eru ónefnd verkefni á borð við neyðarvarnir, Föt sem framlag og fataflokkun.

Það er alfarið sjálfboðaliðanna að ákveða hversu miklum tíma þeir verja í verkefnin og á meðan þeir starfa fá þeir nauðsynlega fræðslu á borð við námskeið í skyndihjálp og sálrænni skyndihjálp.