Fjölmennt hópefli sjálfboðaliða

9. feb. 2006

Guðríður Haraldsdóttir flutti erindi á hópeflinu.

Fjölmargir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar hittust í hópefli þriðjudaginn 7. febrúar og hlýddu á erindi Guðríðar Haraldsdóttur, sálfræðings, sem byggt var á bókinni Að alast upp aftur.

Guðríður kynnti efni sem fjallar um að skoða eigin líðan og leiðir í samskiptum við okkar börn, vini, maka og starfsfélaga.

Efnið er helst notað á námskeiðum fyrir foreldra en ýmislegt í efninu er hægt að heimfæra upp á fjölbreytt samskipti, svo sem milli sjálfboðaliða og skjólstæðinga.

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar hittast mánaðarlega í hópefli í sjálfboðamiðstöðinni. Á dagskrá eru oftast erindi um efni sem tengjast verkefnum sjálfboðaliða. Hópeflin nýtast ekki síður sem vettvangur fyrir sjálfboðaliða deildarinnar til að hittast og spjalla saman.