Frætt um viðbrögð vegna fuglaflensu og Kötlugoss

21. apr. 2006

Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri neyðarvarna, hélt erindi á hópeflinu.
Á síðasta hópefli sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var fjallað um þátttöku Rauða krossins í undirbúningi og áætlanagerð vegna viðbragða við farsóttum af völdum fuglaflensu. Kynninguna hélt Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri neyðarvarna á landsskrifstofu Rauða kross Íslands. Herdís sagði einnig frá æfingunni Bergrisanum sem haldin var helgina 24. og 25. mars sl. og hlutverki Rauða krossins í þeirri æfingu  þar sem æfð voru viðbrögð við Kötlugosi.

Meðal verkefna sjálfboðaliða Kópavogsdeildar eru neyðarvarnir sem fela í sér fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf í neyðartilfellum. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum veita m.a. sálrænan stuðning og skipuleggja upplýsingagjöf og skráningu fólks í fjöldahjálparstöðvar. Sjálfboðaliðar taka þátt í reglulegum æfingum í neyðarvörnum. Áhugasamir um sjálfboðin störf í neyðarvörnum geta sett sig í samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is