Verkefnastjóri sjálfboðamiðstöðvar tekinn til starfa

18. ágú. 2006

Ingunn Ásta er verkefnastjóri sjálfboðamiðstöðvar.

Ingunn Ásta Sigmundsdóttir hefur hafið störf hjá Kópavogsdeild Rauða kross Íslands sem verkefnastjóri sjálfboða-miðstöðvar. Ingunn Ásta mun m.a. sinna öflun og þjálfun sjálfboðaliða og hafa umsjón með verkefnum eins og heimsóknaþjónustu, starfi með ungum innflytjendum og stuðningi við geðfatlaða.

Ingunn Ásta lauk nýverið námi í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands og hefur aðstoðað við rannsóknir á því sviði. ?Það er mér sönn ánægja að vera komin til starfa hjá Kópavogsdeild Rauða kross Íslands. Starf verkefnastjóra er fjölbreytt, felur í sér víðtæka reynslu og samskipti við sérstaklega gott fólk. Ég vonast til að störf mín láti gott af sér leiða og verði viðbót við það mikilvæga starf sem hér fer fram.?, segir Ingunn Ásta.

Eitt fyrsta verkefni Ingunnar Ástu er að taka þátt í undirbúningi landssöfnunarinnar Göngum til góðs sem fer fram laugardaginn 9. september. Auk þess eru reglubundin verkefni sjálfboðaliða að fara af stað af fullum krafti eftir sumarfrí.