Tombóla

26. jún. 2012

Systkinin Breki, Katla og Svava héldu tvær tombólur á dögunum við Nettó í Salahverfi og fyrir framan Bónus á Smáratorgi. Þau söfnuðu alls 5.051kr sem þau færðu Rauða krossinum til styrktar börnum í neyð.

Framlag þeirra rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.