Tombóla til styrktar Rauða krossinum

2. júl. 2012

Vinkonurnar Hanna Álfheiður, Björg Þórunn, Gabríela og Emilía héldu tombólu fyrir utan Hagkaup í Garðabæ til styrktar Rauða krossinum. Samtals söfnuðust tæplega 6000 krónur sem þær færðu Rauða krossinum til styrktar börnum í neyð.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar.

Framlag þeirra rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.