Vinkonur halda tombólu til styrktar Rauða krossinum

2. júl. 2012

Vinkonurnar Bryndís Laufey og Esther Ósk héldu tombólu á dögunum við verslunina 10-11 í Hjallabrekku. Áður höfðu stelpurnar gengið í nágrannahús og safnað dóti til þess að hafa á tombólunni. Afrakstur tombólunnar var tæpar 3000 krónur.

Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir stuðninginn og metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar.

Framlag þeirra rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis.