Rauðakrosshúsið í Kópavogi opnar aftur eftir sumarfrí

13. ágú. 2012

Rauðakrosshúsið í Kópavogi hefur opnað aftur eftir sumarlokun. Undirbúningur fyrir verkefni haustsins er nú í fullum gangi. Nú þegar eru nokkur námskeið komin á döfina sem hægt er að skrá sig á. Rauði krossinn í Kópavogi býður upp á þrjú skyndihjálparnámskeið á haustmánuðum þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Þá verður boðið upp á námskeiðið Slys og veikindi barna þar sem meðal annars er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Dagsetningar verða auglýstar síðar hér á síðunni. Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini verða haldin einu sinni í mánuði. Fyrsta námskeiðið verður haldið 30. ágúst n.k ef næg þátttaka næst. Hægt er að skrá sig með því að smella hér.

Verkefni deildarinnar hefjast svo af fullum krafti í byrjun september. Nokkur af helstu verkefnum deildarinnar eru:

  • Basarhópur - þriðjudaga kl. 10
  • Alþjóðlegir foreldrar - fimmtudaga kl. 10
  • Plúsinn – ungmennastarf – annan hvorn fimmtudag kl. 19.30
  • Viltu tala meiri íslensku - fimmtudaga kl. 17 (í Molanum) 
  • Föt sem framlag prjónahópurinn - síðasta miðvikudag hvers mánaðar kl. 15 (hefst 29. ágúst)
  • Söngstundir hefjast aftur í Sunnuhlíð og Roðasölum
  • Kynningarstarf: Eldhugar fara með kynningar í félagsmiðstöðvar
  •  Nemendur í SJÁ 102 taka þátt í verkefnum deildarinnar
  •  Heimsóknavinir fara í heimsóknir á einkaheimili, dvalar- og hjúkrunarheimili
  •  Hundavinir heimsækja


Áhugasamir eru eindregið hvattir til að skrá sig á námskeiðin með því að smella á hlekkina hér fyrir ofan eða hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected]