Rauði krossinn í Kópavogi tekur þátt í Hamraborgarhátíð

31. ágú. 2012

Rauði krossinn í Kópavogi verður með opið hús í húsnæði sínu að Hamraborg 11, 2. hæð  á morgun, laugardaginn 1. september í tilefni af Hamraborgarhátíðinni. Þar verður til sölu fjölbreytt handverk sjálfboðaliða og allur ágóði af þeirri sölu mun renna til verkefna innanlands. Heitt verður á könnunni og hægt verður að kynna sér starf og verkefni deildarinnar kl. 12-15.

Ásamt Rauða krossinum í Kópavogi munu menningarstofnanir, listamenn, íþróttafélög og fleiri að setja skemmtilegan svip á Hamraborgina þennan dag.

Verið velkomin!