Hundavinir - afrekshundar ársins 2012

20. nóv. 2012

Hundavinir Rauða krossins voru heiðraðir sem afrekshundar ársins 2012 á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands 17. nóvember síðastliðinn. Formaður Hundaræktarfélagsins Jóna Th. Viðarsdóttir veitti viðurkenninguna.

Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi veitti viðurkenningunni viðtöku og með henni mætti 21 heimsóknarhundur ásamt eigendum sínum.

Hundar hafa farið í reglubundnar heimsóknir á vegum Rauða krossins frá árinu 2006, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
 


Brynja Tomer er frumkvöðull hundavinaverkefnis Rauða krossins. Hér sýnir hún sinn Rauða kross hund.

Mikill heiður fylgir því að fá viðurkenningu af þessu tagi og er öllum sjálfboðaliðum með hunda óskað innilega til hamingju.