Viltu gefa gæðastund

5. feb. 2013

Rauði krossinn í Kópavogi auglýsir eftir heimsóknavinum.

Heimsóknavinur fer í heimsóknir til gestgjafa sinna til að gefa af sér gæðastund. Lagt er upp með að maður er manns gaman og snýst hún því um samveru og það að njóta félagskapar hvors annars.

Heimsótt er bæði inná einkaheimili og á stofnanir. Það sem er hvað skemmtilegast við heimsóknirnar er að verkefnið er bæði fjölbreytt og sveigjanlegt. Allir geta auðveldlega tekið þátt og fundið heimsókn við sitt hæfi. Hvað gert er í heimsóknum er samkomulag á milli heimsóknavinar og gestgjafa og getur það t.d. verið spjall, lestur dagblaða, skák eða gönguferðir svo eitthvað sé nefnt.

Þeir sem hafa áhuga á að gerast heimsóknavinur hafi samband við Guðrúnu Eyjólfsdóttur gudrune@redcross.is eða í síma 554 6626.