Nýir starfsmenn hjá Rauða krossinum í Kópavogi

18. jan. 2013

[Mynd 1]Tveir nýir starfmenn hófu störf hjá Rauða krossinum í Kópavogi í byrjun árs. Guðrún Eyjólfsdóttir tók við starfi Hrafnhildar Helgadóttur sem verkefnastjóri verkefna. Guðrún hefur starfað sem þroskaþjálfi hjá Ási styrktarfélagi síðastliðin 22 ár. Hrafnhildur Helgadóttir hóf störf hjá UNICEF á Íslandi um áramótin.  

Bára Björk Elvarsdóttir tók við starfi verslunarstjóra Fataverslana Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu af Helgu Pálsdóttur. Bára er menntaður viðskiptafræðingur og hefur mikla reynslu af verslunarstörfum og -rekstri.

Um áramótin tók Kópavogsbær alfarið við rekstri Dvalar, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Dvöl tók formlega til starfa á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. október 1998 eftir að Rauði krossinn í Kópavogi, Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og Kópavogsbær höfðu skrifað undir samning um reksturinn. Þórður Ingþórsson gegnir áfram starfi forstöðumanns Dvalar.
 
Um leið og nýir starfsmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir til starfa eru fráfarandi starfsmenn kvaddir með þökkum fyrir frábært starf.