Fjölbreytt skyndihjálparnámskeið í Kópavoginum

31. jan. 2013

Skyndihjálp og Slys og veikindi barna eru námskeið sem Rauði krossinn í Kópavogi stendur fyrir á næstu vikum.

Þátttakendur læra grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun og verða hæfari að veita fyrstu hjálp á slysstað eftir að hafa setið námskeið í almennri skyndihjálp.

Slys og veikindi barna er námskeið sem gagnast foreldrum og öðrum sem umgangast börn. Þar er fjallað um varnir gegn slysum barna og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri.

Hér eru nánari upplýsingar og tímasetningar námskeiðanna í Kópavogi.