Handverk til sölu í Hamraborg 11

10. jan. 2014

Í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi að Hamraborg 11 er til sölu fallegt handverk sjálfboðaliða og er andvirði sölunnar nýtt til efniskaupa fyrir Föt sem framlag og bazarhóp. Sjálfboðaliðarnir fá þá meira garn og annað efni til að prjóna úr og halda áfram handavinnu sinni.
 
Sjálfboðaliðar prjóna, hekla og sauma ungbarnafatnað sem sendur er til neyðaraðstoðar erlendis, hluti af prjónaflíkunum fer í Rauða kross búðirnar og hluti er seldur í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi.

Þeir sem vilja styrkja verkefni með garnafgöngum er bent á að hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á [email protected]. Allir afgangar eru virkilega vel þegnir. 

Opið er alla virka daga kl. 9-15 og alltaf heitt á könnunni.

Láttu sjá þig!