Seldu flöskur til styrkar Rauða krossinum

15. feb. 2013

Vinirnir Kjartan Logi Hreiðarsson, Ólafur Mikaelsson og Oliver Funi Hreiðarsson seldu flöskur til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu 5.000 krónum sem þeir færðu Rauða krossinum í Kópavogi til styrktar börnum í neyð.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.