Sjálfboðaliðagleði

21. feb. 2013

Góð mæting og gleði var á samveru sjálfboðaliða Rauði krossins í gær, samveran var sú fyrsta á árinu og var að þessu sinni haldin á landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9.  Alls mættu um 60 manns í hús, sjálfboðaliðar úr hinum ýmsu verkefnum svo sem heimsóknavinir, hundavinir, prjónahóp  og fatabúðum. Var mikið hlegið og mikið gaman eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Gestur kvöldsins, Sigríður Klingenberg fór á kostum og minnti hún gesti á mikilvægi þess að horfa á það jákvæða og skemmtilega í lífinu.

[Mynd 3]Markmið með samverum sjálfboðaliða er að efla tengsl, fræðast og hafa gaman saman og liður í umbun til sjálfboðaliða fyrir þeirra góðu störf. Rauði krossinn í Kópavogi þakkar sjálfboðaliðum kærlega fyrir mikið og óeigingjarnt starf, án þeirra væri ekki hægt að halda úti öllum þeim verkefnum sem verið er að sinna. Þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og taka þátt í starfinu eru velkomnir í Rauðakrosshúsið í Kópavogi. Opið alla virka daga frá 9-15 og/eða hafa samband í síma 554-6626 eða skrá sig á raudikrossinn.is 

[Mynd 4]