Nemar í starfskynningu

Gerða

1. mar. 2013

Hólmfríður Kría Halldórsdóttir og Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir sem eru í 10 bekk Waldorf skóla í Lækjarbotnum komu í starfskynningu hjá Rauða krossinum í Kópavogi 28 febrúar.

Kríu og Guðrúnu fannst áhugavert að kynnast innra starfi Rauða krossins, þær sátu stuttan starfsmannafund og fengu kynningu á hvað hver og einn starfsmaður er að gera
og hvaða verkefnum Rauði krossinn i Kópavogi er að sinna. Síðan aðstoðuðu þær hópstjóra í alþjóðlegum foreldrum sem hittast í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg einu sinni í viku. 
 
Þær vissu um starfsemi verslanna og hjálparstarf, en ekki nákvæmlega hvað umfangið er mikið. Héldu að þetta starf færi að mestu fram erlendis. Þeim finnst innanlandsstarfið ekki nógu sýnilegt.
 
Þær hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum.