Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi

15. mar. 2013

Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi fór fram þann 13. mars og mættu yfir 20 manns. Fundarstjóri var Garðar H. Guðjónsson fyrrverandi formaður deildarinnar. Rúna H. Hilmarsdóttir, fulltrúi kjörnefndar kynnti frambjóðendur. Stjórn Rauða krossins í Kópavogi gerði breytingar á starfsreglum sínum og ákvað að fækka í stjórn þannig að í stjórn sitja nú fimm og tveir til vara í stað sjö og fjögurra til vara.

Í stjórn Rauða krossins í Kópavogi voru kosin Ingibjörg Bjartmars og Katrín Þórðardóttir til tveggja ára, Hallgrímur Þorsteinsson til eins árs og Aðalheiður Björk Gylfadóttir og Ingibjörg Ingvadóttir í varastjórn til eins árs. Í stjórn sitja einnig þau Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir og Ívar Kristinsson sem bæði eiga eftir að sitja í eitt ár. Deildin færir fráfarandi stjórnarmönnum fyrir bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf en í stjórn hættu þau Guðbjörg Sveinsdóttir, Björn Kristján Arnarsson, Gunnar M. Hansson og Arnfinnur Daníelsson.

Á fundinum fór Ingibjörg Lilja yfir skýrslu stjórnar og kynnti framkvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. Ívar Kristinsson, gjaldkeri stjórnar, kynnti ársreikninginn fyrir 2012 og var hann lagður fyrir fundinn til samþykktar. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

Upplýsingar um starfsemi deildarinnar á síðasta ári er að finna í ársskýrslu sem kynnt var á fundinum og má skoða hana hér.

[Mynd 1]
[Mynd 2]