Handverk til sölu

Gerða

16. apr. 2013

Í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi að Hamraborg 11 er til sölu fallegt handverk sjálfboðaliða og er andvirði sölunnar nýtt til áframhaldandi verkefna deildarinnar.

Sjálfboðaliðar prjóna, hekla og sauma ungbarnafatnað sem sendur er til neyðaraðstoðar erlendis, hluti af prjónaflíkunum fer í Rauða kross búðirnar og hluti er seldur í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi.

Opið er alla virka daga kl. 9-15 og alltaf heitt á könnunni.
Láttu sjá þig!