Vorgleði

Gerða

28. maí 2013

Kæri sjálfboðaliði

 

Vorgleði fyrir sjálfboðaliða deildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 5. júní í húsnæði landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9 í Reykjavík.

Gleðin stendur yfir frá kl. 17:00 - 19:00 og verður boðið upp á grillaðar pylsur, tónlistaratriði og fleira skemmtilegt.

Kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða deildarinnar til að hittast og skemmta sér saman.

 

Til að hafa einhverja hugmynd um mætingu væri gott að heyra hverjir hyggjast mæta.

Skráning er í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is fyrir 2 júní.

 

 

Sjáumst vonandi sem flest 

 

Bestu kveðjur

Stjórn og starfsfólk Rauða krossins í Kópavogi