Vorgleði sjálfboðaliða

Gerða

6. jún. 2013

[Mynd 4][Mynd 3][Mynd 2][Mynd 1]Vorgleði fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins í Kópavogi var haldin í Efstaleiti 9 miðvikudaginn 5 júní. 

Gestirnir nutu samverunnar saman yfir grillmat og öðrum veitingum. Mikil gleði var meðal þátttakenda sem sungu undir gítarleik Svavars Knúts sjálfboðaliða.

Vorgleðin er haldin árlega og er eins konar uppskeruhátíð sjálfboðaliða deildarinnar þar sem markmiðið er að fagna starfi vetrarins og gleðjast saman í upphafi sumars. Deildin metur mikils framlag sjálfboðaliða sinna og þakkar þeim fyrir vel unnin sjálfboðin störf í vetur.