Öflugir sjálfboðaliðar standa vaktina í Rauða kross versluninni Laugavegi 12

26. jún. 2013

Fyrirtækið Auður Capital telur það góðan sið að fyrirtæki láti eitthvað af hendi rakna til samfélagsaðstoðar og vill það leggja þeim lið sem stuðla að jákvæðri uppbyggingu og framförum.

Dagsverk Auðar er samfélagsverkefni starfsmanna Auðar, sem felst m.a. í því að allir starfsmenn vinna sem nemur einum vinnudegi á ári í verðugt innlent málefni. Starfsmennirnir velja sjálfir verkefni sem hljóta fjár- eða vinnuframlag. Rauði krossinn á Íslandi hefur notið góðs af Dagsverki Auðar, því árin 2009 og 2012 sáu starfsmenn þeirra um að manna eina vakt í heilan vetur í einni af verslun Rauða krossins.

Þann 19. júní sl. fór fram úthlutun styrkja og samfélagsverkefna hjá Auði Capital og var þar kunngert að Rauði krossinn hlyti vinnuframlag Dagsverksins 2013. Við getum því hlakkað til að fá starfsmenn Auðar Capital til liðs við okkur aftur í haust og þökkum þeim kærlega fyrir.