Bestu búðirnar í bænum

7. ágú. 2013

Rauðakrossbúðirnar hafa hlotið útnefningu sem bestu verslanir borgarinnar með notuð föt í nýjasta tölublaði tímaritsins Reykjavík Grapevine.  Að valinu standa lesendur tímaritsins, greinarhöfundar, hönnuðir og aðrir álitsgjafar.  Rauðakrossbúðirnar eru í hópi 60 staða í Reykjavík sem hljóta viðurkenningu Reykjavík Grapevine sem bestu staðir í bænum.

Í viðurkenningarskjali frá tímaritinu segir að Rauðakrossbúðirnar hafi verið valdar þær bestu í flokknum “Best second hand shop” og félaginu þakkað kærlega fyrir að lífga upp á reykvískan veruleika.  Rauði krossinn þakkar viðskiptavinum sínum og lesendum tímaritsins Reykjavík Grapevine kærlega fyrir þessa viðurkenningu, og mun leggja sig fram um að halda titlinum að ári.