Hamraborgarhátíð

23. ágú. 2013

Rauði krossinn í Kópavogi verður með opið hús í húsnæði sínu að Hamraborg 11, 2. hæð, laugardaginn 31. ágúst í tilefni af Hamraborgarhátíðinni. Þar verður til sölu fjölbreytt handverk sjálfboðaliða og allur ágóði af þeirri sölu mun renna til verkefna innanlands. Heitt verður á könnunni og hægt verður að kynna sér starf og verkefni deildarinnar kl. 11-14.

Óskum eftir sjálfboðaliðum til að standa vaktina þennan dag. Sjálfboðaliðar sem hafa tök á að standa vaktina vinsamlegast láti vita í síma 554 6626 eða á netfangið [email protected]