Styrktarsýning Rauða krossins

13. sep. 2013

Föstudaginn 20. september næstkomandi verður kvikmyndin Díana prinsessa frumsýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar. Díana var allt sitt líf mikil Rauða kross manneskja og starfaði lengi fyrir hreyfinguna í Bretlandi. Frumsýningin er styrktarsýning fyrir Rauða krossinn en allur ágóði sýningarinnar mun renna til verkefna Rauða krossins í Sýrlandi þar sem átök hafa geisað síðustu ár. Hefur ástandinu þar verið líkt við þjóðamorðin í Rúanda 1994.

Þar sem um styrktarsýningu er að ræða er almennt miðaverð á sýninguna 5.000.- kr. en sjálfboðaliðum og fjölskyldum þeirra býðst miðinn á 2.000.-kr.  

Nánari upplýsingar um sýninguna:

Laugarásbíó - 20. september 2013 –myndin hefst kl. 17:30 – Miðaverð 5.000.- (en sjálfboðaliðar og fjölskyldur þeirra fá miðann á 2.000.-)
Nánari upplýsingar veitir Marín Þórsdóttir verkefnastjóri Rauða krossins í Reykjavík í síma 545 0411 eða á netfangið [email protected]