Sýrland

3. okt. 2013

Lokaátak Sýrlandssöfnunar Rauða krossins stendur nú yfir.  Rauði krossinn vill vekja athygli á þeirri neyð sem ríkir í Sýrlandi og hjá flóttafólki sem hefst við í nágrannalöndunum. Allir eru hvattir til að hringja eða senda sms í söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500, 904 2500, og 904 5500. Þá bætist upphæð sem nemur síðustu 4 tölunum við næsta símreikning.  Eins verða sjálfboðaliðar Rauða krossins staddir í Smáralind á morgun, föstudag og laugardag að safna fjárframlögum.