Sýrlandssöfnun Rauða krossins - 100 kr. framlag veitir flóttabarni vatn í heila viku!

2. okt. 2013

Lokaátak Sýrlandssöfnunar Rauða krossins stendur nú yfir. Rauði krossinn vill vekja athygli á þeirri neyð sem ríkir í Sýrlandi og hjá flóttafólki sem hefst við í nágrannalöndunum. Allir eru hvattir til að hringja eða senda sms í söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500, 904 2500, og 904 5500. Þá bætist upphæð sem nemur síðustu 4 tölunum við næsta símreikning.

Stuðningur hvers og eins skiptir miklu máli í neyðaraðstoð Rauða krossins. Það er ekki mikið sem fæst fyrir 100 kr. á Íslandi en fyrir þá upphæð er hægt að veita sýrlensku flóttabarni vatn í heila viku.

Fyrir 1.500 kr. framlag (söfnunarsími Rauða krossins 904 1500) er hægt að kaupa hlýtt teppi fyrir tvö flóttabörn frá Sýrlandi eða segldúk til að bæta skýli sýrlenskrar flóttafjölskyldu.

Fyrir 2.500 kr. (söfnunarsími Rauða krossins 904 2500) er hægt að kaupa hreinlætispakka sem endist sex manna fjölskyldu í einn mánuð (með sápu, bindum, tannkremi, rakstraráhöldum og klósettpappír).

Fyrir 5.500 kr. (söfnunarsími Rauða krossins 904 5500) er hægt að seðja svanga maga sex manna sýrlenskrar flóttafjölskyldu í einn mánuð.

Einstaklingsframlög sem þessi geta létt líf sýrlenskra flóttafjölskyldna svo um munar. Fyrir enn hærri framlög er svo hægt að halda úti neyðaraðstoð Rauða krossins til lengri tíma.  

Fyrir 10.000 kr. er hægt að veita læknisaðstoð 10.000 manna byggðarlagi í einn dag.
Fyrir 1,5 milljónir kr. er hægt að veita 100 einstaklingum, fullorðnum og börnum, lyf og læknisaðstoð í 10 daga.
Fyrir fimm milljónir kr. er hægt að fjárfesta í nýjum sjúkrabíl sem bjargað getur mannslífum.

Leggðu Rauða krossinum lið því að hringja í söfnunarsíma okkar, og með því að taka þátt í Facebook/instagram herferðinni. Prentaðu út skiltið hér  og settu inn þínar hugsanir um ástandið í Sýrlandi, taktu mynd og birtu á Facebook/Instagram með með hashtaggi #ekkisama.

Samtakamátturinn getur gert kraftaverk, og stuðningur þinn við Rauða krossinn á Íslandi fer allur til flóttafólks og getur skipt sköpum fyrir saklaust fólk sem hefur hrakist frá heimilum sínum í Sýrlandi.

Upplýsingar um ástandið og aðstoð Rauða krossins

Samstöðuskilti