Flottir taupokar

18. okt. 2013

Rauði krossinn í Kópavogi hefur til sölu fallega umhverfisvæna taupoka sem henta vel í ferðalög, sundferðir og innkaupaleiðangra og endast vel og lengi. Pokarnir eru úr 100% lífrænni bómull úr hönnunarlínunni Eart Positive en fyrirtækið sem framleiðir pokana á sér langa sögu varðandi þróun og framleiðslu með umhverfisvænum hætti.

Taupokinn er liður í fjáröflun deildarinnar og í takt við umhverfisstefnu félagsins. Á pokana er búið að prenta grunndvallarmarkmið Rauða krossins og koma þeir bæði í rauðu og svörtu.  Tilvalin gjöf fyrir þá sem vilja styrkja gott málefni og leggja um leið umhverfismálum Rauða krossins lið.

Pokarnir kosta 2.500 krónur og eru til sölu í húsnæði deildarinnar að Hamraborg 11, 2 hæð. Eins er hægt að panta poka í síma 554 6626 eða á þvi að senda tölvupóst á [email protected]