Bútasaumsteppi að gjöf til fjáröflunar

25. okt. 2013

Rauða krossinn í Kópavogi fékk frábæra gjöf frá Ölfu Sverrisdóttur til þess að nýta til fjáröflunar fyrir verkefni félagsins. Alfa, sem er mikil stuðningskona Rauða krossins, færði deildinni sex gullfalleg bútasaumsteppi  sem hún hefur hannað og saumað af natni.

Teppin verða til sölu hjá deildinni og eru þau 115 x 164 cm á stærð. Hvert teppi verður selt á 38.000 krónur. Rauði krossinn í Kópavogi þakkar kærlega góða gjöf og hlýhug í garð félagsins.
 
Þeir sem hafa áhuga á að skoða teppin eru velkomnir í húsnæði deildarinnar að Hamraborg 11, 2 hæð.  Opnunartími er frá kl. 9-15 alla virka daga.