Fjáröflun

26. nóv. 2013

Einstök hönnun – látum gott af okkur leiða fyrir jólin

Rauði Krossinn í Kópavogi stendur fyrir sölu á púðum fyrir jólin.Verkefnið er til styrktar stúlkum í Moyamba athvarfinu í Síerra Leone.  Skólinn er endurhæfing fyrir ungmenni sem voru leidd út í borgarastyrjöldina þar í landi og upplifðu miklar hörmungar annað hvort sem hermenn eða kynlífsþrælar. Í skólanum læra þau að lesa og skrifa og fá þjálfun í iðngrein (smíði, saumar o.sfr.) að eigin vali. Að námi lokni fá þau síðan í gjöf verkfæri eða saumavél sem hjálpar þeim að koma undir sig fótunum í lífinu.

Ragnheiður Ösp hönnuður hjá Umemi (sem hannaði NotKnot púðana) hefur hannað fallega púða úr efnum, sem stúlkur í athvarfinu handlituðu.Gamall vöfflusaumur  er grunnurinn í hönnun Ragnheiðar og nýtur hann sín vel í litríkum efnunum. Saumavinnan var unnin í sjálfboðavinnu af sjálfboðaliðum Rauða Krossins í Kópavogi.

Aðeins voru gerðir 18 púðar og eru þeir til sölu í Hrím, Epal og Mýrinni.  Þriðjudaginn 26. nóvember verða 3 púðar settir á uppboð á facebook síðu Rauða Krossins í Kópavogi https://www.facebook.com/kopavogsdeild.raudakrossislands?fref=ts

Keyptar verða saumavélar fyrir ágóðann af verkefninu, sem stúlkurnar fá sem veganesti út í lífið. Allur ágóði rennur óskiptur til verkefnisins.

Nánari upplýsingar veita:

Arndís Ósk Arnalds, hópstjóri verkefnisins s: 617-6642

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, hönnuður  s: 841-1447

Sólveig Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Kross Íslands, s: 570-4000