Sjálfboðaliðagleði 5 desember

6. des. 2013

[Mynd 2][Mynd 1]Rauði krossinn í Kópavogi bauð sjálfboðaliðum í gleði í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans sem haldinn er árlega 5. desember. Hátíðin heppnasðist vel og sjálfboðaliðar áttu notalega stund saman yfir góðum veitingum, tónlist, og upplestri. Alls mættu um 60 manns í hús en sjálfboðaliðagleðin var að þessu sinni haldin á landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9.
Eins og venjan er þá fengu sjálfboðaliðar viðurkenningu fyrir vel unnin störf fyrir deildina. Viðurkenningar hlutu, Hulda Þorsteinsdóttir sjálfboðaliði og hópstjóri í verkefninu Föt sem framlag, Oddur Jónsson sjálfboðaliði í Föt sem framlag og eini karlmaðurinn í hópnum 98 ára að aldri og Guðjón Magnússon sjálfboðaliði og fulltrúi Rauða krossins í Kópavogi í stjórn Sunnuhlíðar.

Að venju var svo boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá. Höfundurinn Jónína Leósdóttir las upp úr nýútkominni bók sinni Við Jóhanna.


Hefð hefur skapast fyrir því hjá Rauða krossinum í Kópavogi að sjálfboðaliðar geri sér glaðan dag í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans 5. desember og hefur aðsókn jafnan verið góð.